Í morgun sagði ítalska dagblaðið La Stampa frá því að Jurgen Klopp væri búinn að samþykkja að taka við Roma og hann yrði næsti stjóri liðsins.
En umboðsmaður Klopp, Marc Kosicke, var ekki lengi að neita fyrir þessar fréttir.
En umboðsmaður Klopp, Marc Kosicke, var ekki lengi að neita fyrir þessar fréttir.
„Klopp að þjálfa Roma? Þessar fréttir eru ekki sannar," sagði Kosicke.
Þýska blaðið Bild hefur einnig sagt að þetta stangist á við sannleikann.
Klopp er með fimm ára samning við Red Bull þar sem hann er yfirmaður fótboltamála. Hann tók við því starfi í fyrra eftir að hafa gert magnaða hluti með Liverpool þar áður.
Athugasemdir