Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neitar fyrir að Klopp sé með samkomulag við Roma
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: EPA
Í morgun sagði ítalska dagblaðið La Stampa frá því að Jurgen Klopp væri búinn að samþykkja að taka við Roma og hann yrði næsti stjóri liðsins.

En umboðsmaður Klopp, Marc Kosicke, var ekki lengi að neita fyrir þessar fréttir.

„Klopp að þjálfa Roma? Þessar fréttir eru ekki sannar," sagði Kosicke.

Þýska blaðið Bild hefur einnig sagt að þetta stangist á við sannleikann.

Klopp er með fimm ára samning við Red Bull þar sem hann er yfirmaður fótboltamála. Hann tók við því starfi í fyrra eftir að hafa gert magnaða hluti með Liverpool þar áður.
Athugasemdir
banner