Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 19:42
Brynjar Ingi Erluson
Amanda í úrslit Eredivisie-bikarsins - Getur fagnað þrennunni um helgina
Kvenaboltinn
Mynd: Twente
Amanda Andradóttir og stöllur hennar í Twente eru komnar í úrslit Eredivisie-bikarsins eftir að hafa unnið Utrecht, 7-4, í undanúrslitum í kvöld.

Eredivise-bikarinn var settur á laggirnar árið 2019 til að fylla upp í dagskrána með fleiri keppnisleikjum.

Twente hefur komist í úrslit öll fimm árin og unnið fjórum sinnum.

Amanda varð hollenskur deildar- og bikarmeistari á dögunum og getur nú bætt við þriðja titlinum um helgina þegar Twente mætir PSV í úrslitum.

Landsliðskonan kom ekkert við sögu í leiknum í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner