Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rodri snéri aftur eftir átta mánuði
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Rodri kom við sögu á lokamínútunum í 3-1 sigri Manchester City gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þetta er fyrsti keppnisleikurinn sem Rodri tekur þátt í síðan hann sleit krossband fyrir átta mánuðum síðan.

Rodri er 28 ára gamall og vann Ballon d'Or í fyrra eftir harða samkeppni frá Vinícius Júnior. Hann vann Meistaradeildina með Man City og EM með spænska landsliðinu áður en hann sleit krossband í lok september og var svo kosinn bestur í heimi.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Pep Guardiola og Manchester City. Rodri hefur næstu vikur til að koma sér í betra stand áður en hann fer með á HM félagsliða í sumar.
Athugasemdir
banner