Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Will Still orðinn líklegastur til að taka við
Mynd: EPA
Mynd: Heimasíða Southampton
Sky Sports og BBC eru meðal enskra fjölmiðla sem eru sammála um að Will Still virðist líklegastur til að taka við þjálfarastarfinu hjá Southampton sem stendur.

Still er gífurlega efnilegur þjálfari sem sagði starfi sínu lausu hjá RC Lens á dögunum.

Still er ekki nema 32 ára gamall og gerði frábæra hluti við stjórnvölinn hjá Reims áður en hann var ráðinn til Lens.

Still og Danny Röhl, þjálfari Sheffield Wednesday, komu til greina fyrir þjálfarastarfið hjá Southampton og þar til fyrir skömmu var Röhl talinn líklegastur til að vera ráðinn.

Southampton hríðféll úr ensku úrvalsdeildinni og er markmið félagsins að fara beint aftur upp á næstu leiktíð.

Still gæti verið kynntur til leiks seint í vikunni eða í byrjun næstu viku, eftir að Southampton greiðir riftunarverðið á samningi hans til Lens.

Líklegt er að Nicolas og Edward Still, bræður Will sem eru partur af þjálfarateyminu hjá Lens, fari með honum til Southampton verði hann ráðinn þangað.

Röhl var í forgangi hjá stjórnendum Southampton en Sheffield Wednesday vill ekki hleypa honum burt og krefst talsvert hærra riftunarverðs heldur en Nice gerir fyrir Still.

Röhl er aðeins þremur árum eldri heldur en Still og hefur áður starfað sem partur af þjálfarateyminu hjá Southampton.
Athugasemdir
banner