Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 18:10
Brynjar Ingi Erluson
Segir augljóst að Garnacho hafi ekki tekið vel í fréttirnar
Mynd: EPA
Argentínumaðurinn Alejandro Garnacho er á bekknum hjá Manchester United er liðið mætir Tottenham Hotspur í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bilbao klukkan 19:00 í kvöld.

Nokkrar mínútur eru liðnar frá því að byrjunarliðið var tilkynnt og kom á óvart að Manuel Ugarte og Garnacho væru ekki í liðinu.

Samuel Luckhurst hjá Manchester Evening News segir að færsla Garnacho í Instagram-sögu sinni í dag hafi verið augljós ummerki um hans álit á byrjunarliðinu.

Garnacho birti þar tvær myndir af því þegar hann skoraði gegn Manchester City í úrslitum enska bikarsins á síðustu leiktíð til að minna á mikilvægi sitt.

„Garnacho hefur greinilega ekki tekið þessu vel þar sem hann hefur komið með aðra passíf-aggresífa færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann minnir á markið hans í úrslitaleik enska bikarsins á síðustu leiktíð,“ sagði Luckhurst á X.

Mason Mount er í liðinu hjá United en hann skoraði tvö mörk í seinni undanúrslitaleiknum gegn Athletic og skoraði þá einnig gegn Brentford í deildinni.


Athugasemdir
banner