Spænska félagið Real Madrid hefur ekki boðið króatíska miðjumanninum Luka Modric nýjan samning og gæti farið svo að hann spili sinn síðasta leik fyrir félagið um helgina.
Modric er 39 ára gamall og verið á mála hjá Madrídinginum í þrettán ár.
Hann hefur unnið 28 titla, þar á meðal sex Meistaradeildartitla, en samningur hans við félagið rennur út í sumar.
COPE segir að Real Madrid sé ekki búið að bjóða Modric nýjan samning og er líklegt að hann muni spila sinn síðasta leik fyrir félagið í lokaumferð La Liga um helgina.
Real Madrid er stórhuga á markaðnum í sumar og hefur þegar landað hægri bakverðinum Trent Alexander-Arnold, en það vill styrkja miðsvæðið næst og gæti það þýtt að Modric sé ekki lengur í myndinni hjá félaginu.
Athugasemdir