Spænskir fjölmiðlar segja að Lamine Yamal muni fara í hina goðsagnakenndu treyju númer 10 hjá Barcelona þegar hann skrifar undir nýjan samning í sumar.
Þessi magnaði fótboltamaður vann EM með Spáni í fyrra og talað er um hann sem mesta hæfileikadreng síðan Lionel Messi steig fram á sjónarsviðið.
Þessi magnaði fótboltamaður vann EM með Spáni í fyrra og talað er um hann sem mesta hæfileikadreng síðan Lionel Messi steig fram á sjónarsviðið.
Messi var í treyju númer 10 hjá Börsungum en það er nú Ansu Fati sem er með það númer. Framtíð Fati hjá Barcelona er í óvissu.
Yamal verður 18 ára í sumar en hann hefur þegar unnið tvo Spánarmeistaratitla með Börsungum og sýnt það í Meistaradeildinni að hann getur skinið skært á stærsta sviðinu.
Athugasemdir