Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 07:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd að styrkja sig - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool
Powerade
Frimpong er búinn í læknisskoðun hjá Liverpool.
Frimpong er búinn í læknisskoðun hjá Liverpool.
Mynd: EPA
Caoimhin Kelleher.
Caoimhin Kelleher.
Mynd: EPA
Cunha virðist vera að ganga í raðir Manchester United, Frimpong nálgast Liverpool og Aston Villa hefur áhuga á Kelleher. Þetta er meðal þess sem finna má í slúðurpakka dagsins.

Matheus Cunha (25) er á leið til Manchester United frá Wolves eftir að tímabilinu lýkur. Rauðu djöflarnir ætla að virkja 62,5 milljóna punda riftunarákvæði Brasilíumannsins. (Sky Sports)

Manchester United hefur einnig átt viðræður augliti til auglitis við Liam Delap (22), framherja Ipswich Town og enska landsliðsins. (The Athletic)

Jeremie Frimpong (24), bakvörður Bayer Leverkusen, lauk læknisskoðun sinni hjá Liverpool á mánudag eftir að hafa flogið til Bretlands á sunnudag. (Sky Sports)

Aston Villa hefur sýnt áhuga á Caoimhin Kelleher (26), markverði Liverpool og Írlands, áhuga en argentínski landsliðsmarkvörðurinn Emiliano Martínez (32) er á leið frá Villa í sumar. (The Sun)

Manchester United, Barcelona og félög í Sádi-arabískudeildinni eru meðal þeirra félaga sem eru sögð fylgjast með stöðu Martínez. (The Sun)

Bayer Leverkusen hefur sett 126 milljóna punda verðmiða á Florian Wirtz (22) en Bayern München og Liverpool hafa áhuga á að fá hann. Manchester City hefur hinsvegar dregið sig úr baráttunni um þýska landsliðsmanninn. (The Times)

Þýski stjórinn Danny Rohl (36) hjá Sheffield Wednesday er talinn vera líklegur til að taka við starfinu hjá Southampton. Will Still (32), sem nýlega yfirgaf Lens, er einnig í baráttunni. (Sky Sports)

Marseille vill ekki selja Mason Greendood (23), fyrrum sóknarmann Manchester United, en gæti neyðst til þess af fjárhagslegum ástæðum. (RMC Sport)

Sunderland hefur mikinn áhuga á að fá varnarmanninn Modibo Sagnan (26) frá Montpellier til liðs við sig - hvort sem liðið kemst upp í úrvalsdeildina í gegnum umspilið eða verður áfram í Championship-deildinni. (Sunderland Echo)
Athugasemdir
banner