Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 19:06
Brynjar Ingi Erluson
Sædís Rún lagði upp mark í bikarsigri Vålerenga
Kvenaboltinn
Sædís Rún er komin í 8-liða úrslit
Sædís Rún er komin í 8-liða úrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir lagði upp mark í 5-0 sigri Vålerenga á Lyn í 16-liða úrslitum norska bikarsins í dag.

Sædís er mikilvæg í liði Vålerenga eins og hún hefur sýnt síðasta eina og hálfa árið.

Hún varð deildar- og bikarmeistari með liðinu á síðustu leiktíð og þá er liðið á réttri lið með því að fara í enn einn bikarúrslitaleikinn.

Landsliðskonan lagði upp þriðja mark Vålerenga í 5-0 sigrinum á Lyn í dag og er nú komin í 8-liða úrslit.

Daníela Dögg Guðnadóttir byrjaði hjá Álasundi sem tapaði fyrir Hönefoss, 3-2.

8-liða úrslitin eru spiluð um miðjan júní, undanúrslitin í september og fer úrslitaleikurinn síðan fram í lok nóvember.
Athugasemdir