Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 12:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ótrúleg tölfræði Víkinga - Tala sem hefur ekki sést oft áður
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingar náðu að safna saman í ótrúlega hátt xG (e. expecfted goals) þegar þeir mættu Stjörnunni í Bestu deildinni í gær. Slíkar tölur sjást eiginlega aldrei þegar kemur að þessari tölfræði.

'Expected goals' eða 'xG' er tölfræði sem sýnir fram á það hversu líklegt er að lið skori miðað við marktækifæri.

Magnús Þórir Matthíasson talaði um það í Innkastinu í gærkvöldi að Víkingar hefðu getað skorað þrjú eða fjögur mörk í fyrri hálfleik þar sem yfirburðir þeirra hefðu verið slíkir. Var hann þar greinilega ekkert að ljúga þar sem Víkingar voru með 6,11 í xG í leiknum í gær samkvæmt WyScout.

Það er ótrúleg tölfræði en til samanburðar þá er stærsta xG í sögu ensku úrvalsdeildarinnar 7,39. Liverpool náði því í 4-2 sigri gegn Newcastle þann 1. janúar í fyrra. Liverpool er einnig í öðru sæti á þeim lista en þeir 6,28 í 6-3 sigri á Tottenham í í desember í fyrra.

Frá því að xG mælingar hófust í ensku úrvalsdeildinni hefur það aðeins tvisvar gerst - samkvæmt vefsíðunni Stat Muse - að lið fari yfir 6 í xG og er það Liverpool í bæði skiptin. Víkingar náðu því svo í gær.
Innkastið - Brakandi blíða og Blikar tróna á toppnum
Athugasemdir
banner