Michael Olise, leikmaður Bayern München, var mættur aftur á Selhurst Park í gær til að kveðja gamlan liðsfélaga, Joel Ward.
Ward var að leika sinn síðasta heimaleik fyrir Palace eftir 13 ár hjá félaginu. Samningur hans rennur út í sumar og þá ætlar hann að hefja nýjan kafla.
Ward var að leika sinn síðasta heimaleik fyrir Palace eftir 13 ár hjá félaginu. Samningur hans rennur út í sumar og þá ætlar hann að hefja nýjan kafla.
Olise spilaði með Ward hjá Palace áður en hann gekk í raðir Bayern München síðasta sumar.
Hann er kominn í sumarfrí þar sem þýska deildin er búin og ákvað hann að fagna sínum gamla liðsfélaga í gær.
Olise fékk þá tækifæri til að óska sínum gömlu liðsfélögunum með bikarmeistaratitilinn en þeir lögðu Manchester City að velli í úrslitaleik um síðustu helgi.
Look who came to say hello ????
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) May 21, 2025
Michael Olise returned to Selhurst Park to celebrate Joel Ward's farewell game ????#CPFC pic.twitter.com/0mOTyjmsAN
Athugasemdir