Mickey van de Ven, varnarmaður Tottenham, var ekki mikils metinn á sínum yngri árum en hann hefur svo sannarlega náð að troða sokk upp í efasemdarmenn.
Þegar Hollendingurinn var að alast upp hjá Volendam sagði þjálfari félagsins að hann væri of hægur til að verða atvinnumaður. Hann hefur mælst fljótasti leikmaður úrvalsdeildarinnar.
Þegar hann gekk til liðs við Tottenham árið 2023 frá Wolfsburg voru margir sem sögðu að hann gæti sagt bless við þann möguleika að vinna titil. Hann er kominn í úrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Man Utd. Hann nýtir efasemdaraddirnar á jákvæðan hátt.
„Ég nota þau ennþá. Það var fólk sem hafði ekki trú á mér hjá Volendam og nú stend ég hér. Ég tel að ég hafi sannað að þeir hafi rangt fyrir sér," sagði Van de Ven.
Athugasemdir