Varnarmaðurinn þaulreyndi Hörður Björgvin Magnússon verður samningslaus í sumar. Gríska stórveldið Panathinaikos staðfestir þetta.
Hörður hefur verið meiddur síðustu átján mánuði og steig sín fyrstu skref í keppnisleik á dögunum, í fyrsta sinn síðan í september 2023.
Samningur hans við Panathinaikos rennur þó út í sumar og ætla Grikkirnir ekki að semja við Hörð, sem er 32 ára gamall.
Það verður áhugavert að fylgjast með næsta skrefi á ferli Harðar, sem er með 49 landsleiki að baki fyrir Íslands hönd og hefur meðal annars leikið fyrir CSKA Moskvu og Bristol City á ferlinum. Hörður var hjá Juventus í fimm ár frá 2011 til 2016 en tók aldrei þátt í keppnisleik.
Thank you, @HordurM34 , for your professionalism and spirit, even through tough luck. Wishing you a strong return and all the best ahead. ??#PAOFC #Panathinaikos pic.twitter.com/7EQ2O91uYO
— Panathinaikos F.C. (@paofc_) May 20, 2025
Athugasemdir