Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 21:46
Brynjar Ingi Erluson
Johnson: Gert grín að okkur fyrir að vinna ekki titla
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Velski vængmaðurinn Brennan Johnson var hetja Tottenham er liðið varð Evrópudeildarmeistari í kvöld.

Johnson skoraði eina mark leiksins er hann náði að stýra fyrirgjöf Pape Matar Sarr í netið af stuttu færi.

Hann hefur átt ágætis tímabil með Tottenham og skorað 18 mörk og gefið 7 stoðsendingar í öllum keppnum.

Þetta var fyrsti titill Tottenham í 17 ár og var það mikill léttir fyrir Johnson og klúbbinn að landa bikar í kvöld.

„Ég er í skýjunum. Þetta tímabil hefur alls ekki verið gott, en núna er okkur öllum sama. Þetta lið hefur ekki unnið titil í 17 ár, þannig þetta er ótrúlega þýðingarmikið.“

„Það er gert grín að stuðningsmönnum og okkur fyrir að vinna ekki titla. Við urðum að ná í þann fyrsta og ég er svo ótrúlega ánægður með það. Síðan ég kom hingað hefur alltaf verið talað um Tottenham sem gott lið sem getur bara ekki klárað dæmið, en við gerðum það í kvöld.“


Óvíst var í byrjun hver myndi fá markið skráð á sig. Upphaflega var það sett sem sjálfsmark á Luke Shaw, en breytt skömmu síðar þar sem Johnson virtist eiga síðustu snertingu á boltanum.

„Ég veit að ég náði örlítilli snertingu, en þó ekki alveg það mikilli, síðan horfði ég upp og sá boltann skoppa í markið.“

Johnson var skipt af velli í síðari hálfleiknum og þurfti að horfa á taugatrekkjandi lokamínútur leiksins á hliðarlínunni.

„Ég gat ekki horft á þetta. Ég spurði bara endalaust hvað það væri mikið eftir. Þegar við vörðumst hornspyrnunni þá var mér sagt að þetta væri búið og get ég eiginlega ekki lýst léttinum sem kom yfir mig.“

„Það að Tottenham sé í 17. sæti er ekki nógu gott. Við vorum á ótrúlegu skriði í Evrópudeildinni og stuðningsmenn hafa verið svo góðir, bæði heima og úti. Þeir höfðu betur í baráttunni við United-stuðningsmennina í kvöld. Þeir voru allir mættir klukkutíma fyrir leik og komu okkur í gegnum þetta.“


Þá hrósaði hann ástralska stjóranum Ange Postecoglou í hástert og þakkaði honum traustið.

„Hann skilaði sínu. Hann sagði að hann ynni alltaf á öðru ári sínu og það gerði hann. Ef það var einhvern tímann augnablik fyrir „mic-drop“ mómenti þá er það núna. Ég get ekki þakkað honum nóg fyrir alla þessa trú sem hann hefur á okkur og hann er með góðar leiðir til að stappa í okkur stálið,
Athugasemdir
banner
banner