Luke Shaw, varnarmaður Manchester United, hefur beðið stuðningsmenn afsökunar eftir slæmt tímabil liðsins og spurt hvort hann og liðsfélagar hans séu nógu góðir til að spila fyrir félagið.
Eftir tap gegn Tottenham í úrslitum Evrópudeildarinnar í Bilbao sagði Shaw: „Ég held að fyrir félag eins og Manchester United sé þetta ekki ásættanlegt. Við verðum að spyrja okkur, erum við nógu góðir til að vera hér? Því þetta tímabil er ekki boðlegt.“
Shaw lýsti einnig áhyggjum af sjálfstrausti leikmanna og benti á að oft vanti trú á sigur í leikjum liðsins.
„Stundum byrjum við leiki án þess að trúa því að við getum unnið. Ég vil þakka stuðningsmönnum sem hafa staðið með okkur á þessu erfiða tímabili og biðja þá afsökunar.“
„Ruben Amorim er 100% rétti maðurinn. Hann sér hvað þarf að breytast, bæði innan og utan vallar. Þetta tímabil hefur verið óásættanlegt fyrir félag eins og Manchester United. Við ættum að berjast á toppnum og keppa um alla helstu titla, en núna erum við langt frá því.“
Athugasemdir