Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
Vallarmet í blíðunni í Mosó
Jökull Andrésson fagnar með stuðningsmönnum.
Jökull Andrésson fagnar með stuðningsmönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áhorfendamet var sett á heimavelli Aftureldingar, Malbikstöðinni að Varmá, þegar Afturelding vann KR 4-3 í Bestu deildinni á sunnudag.

1.180 áhorfendur mættu á leikinn og var fyrra met slegið um tæplega 200 áhorfendur. Fyrra metið var sett þegar Afturelding vann Víking 1-0 fyrr í sumar.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  3 KR

Alls eru sæti fyrir 700 áhorfendur á Malbikstöðinni að Varmá og voru þau þétt setin löngu áður en leikurinn hófst. Áhorfendur stóðu síðan á öllum lausum blettum, sátu ofan á húsþökum og klifruðu ofan á auglýsingaskilti til að geta fylgst með þessum stórskemmtilega leik.

Fyrir leikinn var frábær upphitun í Hlégarði og mikið stuð á leiknum en Afturelding hefur gert afskaplega vel í búa til skemmtilega umgjörð og stemningu á heimaleikjum sínum.


Innkastið - Brakandi blíða og Blikar tróna á toppnum
Athugasemdir
banner
banner