Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Gæti verið á leið til Forest
Mynd: EPA
Brasilíski miðjumaðurinn Douglas Luiz gæti endað hjá Nottingham Forest í sumar en þetta segir enski miðillinn Daily Mail í dag.

Luiz hefur kvartað yfir spiltíma sínum hjá ítalska félaginu Juventus og er góður möguleiki á að hann snúi aftur í ensku úrvalsdeildina aðeins ári eftir að hafa komið frá Aston Villa.

Daily Mail segir að Forest sé líklegur áfangastaður vegna tengsla félagsins við brasilíska markaðinn.

Brassinn hefur einnig verið orðaður við Newcastle í mögulegum skiptum fyrir Sandro Tonali.

Forest ætlar sér stóra hluti á glugganum en það mun allt velta á því hvort félagið komist í Meistaradeildina. Liðið mætir Chelsea í lokaumferðinni og gæti jafntefli verið nóg til þess að komast í keppnina, en þá þyrfti Aston Villa að tapa gegn Manchester United á Old Trafford.
Athugasemdir