Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill að Thomas Partey geri nýjan samning við félagið.
Samningur Partey rennur út eftir tímabilið en hann hefur verið mikilvægur í liði Arsenal á tímabilinu.
Samningur Partey rennur út eftir tímabilið en hann hefur verið mikilvægur í liði Arsenal á tímabilinu.
Atletico Madrid, fyrrum félag Partey, hefur sýnt honum áhuga og það er einnig áhugi frá Sádi-Arabíu.
Arteta var spurður beint út í það á fréttamannafundi í dag hvort að hann vildi halda Partey áfram hjá félaginu og svaraði hann þá:
„Já. Það er spurningamerki með nokkra leikmenn og við verðum því að bíða og sjá. En hvað varðar Thomas, þá hefur þetta verið hans besta tímabil. Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur."
Athugasemdir