Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   lau 22. júní 2019 16:47
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Munum fá inn leikmann í glugganum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks fór með sitt lið á topp PepsiMax-deilarinnar með 3-1 sigri á ÍBV í kaflaskiptum leik í dag.

"Við byrjum ekki leikinn nógu vel, þeir fá þetta draumamark og slá okkur út af laginu.  Við náum að jafna fyrir hálfleik sem gaf okkur sjálfstraust fyrir seinni hálfleikinn.  Við breyttum um kerfi, fórum í 433 sem virkaði, við héldum boltanum betur og sköpuðum okkur færi sem gáfu okkur þessi 3 stig".

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍBV

Leikurinn í dag var lokaleikur Jonathan Hendrickx.

"Það skipti líka máli í dag að við vorum að kveðja Jonathan, þetta var hans síðasti leikur og við þökkum fyrir hans framlag, hann er búinn að vera frábær og við búnir að vera gríðarlega sáttir við hann, hann er að fara til Lommel og mun standa sig frábærlega þar."

Mun hann fylla í skarð hans eða annarra í glugganum.

"Ég hef alltaf sagt og segi enn að við munum bæta við manni í glugganum og ég er gríðarlega sáttur við það."

Blikar hafa nú á nokkrum dögum snúið tveimur leikjum við, það sýnir karakter í toppbaráttunni sem gæti skipt miklu máli.

"Við höfum þurft að koma til baka í siðustu leikjum og sýnt það að við getum breytt um taktík og brugðist við þegar lið ná að matcha okkur, það skiptir miklu."

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.

Athugasemdir
banner