Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. júní 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Dreymir um að gera Ronaldo og Messi að samherjum
Powerade
Ronaldo og Messi í leik fyrir nokkrum árum.
Ronaldo og Messi í leik fyrir nokkrum árum.
Mynd: Getty Images
Pau Torres til Manchester United?
Pau Torres til Manchester United?
Mynd: Getty Images
Ronaldo, Kane, Benítez, Favre, Torres, Bellerin, Ramsey og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Joan Laporta, forseti Barcelona, dreymir um að gera Cristiano Ronaldo og Lionel Messi að samherjum. Hann er tilbúinn að bjóða tvo leikmenn í skiptum til Juventus til að fá portúgalska sóknarleikmanninn. (AS)

Manchester City er tilbúið að láta brasilíska sóknarmanninn Gabriel Jesus (24) og enska sóknarleikmanninn Raheem Sterling (26) upp í tilboð félagsins í enska sóknarmanninn Harry Kane (27) sem Tottenham verðleggur á 150 milljónir punda. (Times)

Tilraunir Manchester United til að fá spænska varnarmanninn Pau Torres (24) frá Villarreal eru að þokast í rétta átt. (Manchester Evening News)

Atletico Madrid hefur áhuga á að fá hægri bakvörðinn Hector Bellerín (26) frá Arsenal. (Marca)

Juventus vill losa sig við velska miðjumanninn Aaron Ramsey (30). (Calciomercato)

Rafael Benítez færist nær því að verða stjóri Everton þrátt fyrir fréttir af mótmælum stuðningsmanna sem vilja ekki fá spænska stjórann. (Mirror)

Crystal Palace hefur átt jákvæðar viðræður við Lucien Favre um að Svisslendingurinn taki við liðinu en gæti fengið samkeppni frá Everton. (Guardian)

Atalanta mun væntanlega ná að halda miðjumanninum Matteo Pessina (24). Félagið ætlar að fæla frá áhuga AC Milan og Roma með því að bjóða honum nýjan samning. (Calciomercato)

Leeds, Southampton, Aston Villa og Burnley hafa öll áhuga á velska hægri bakverðinum Neco Williams (20) en leikmaðurinn ungi vill yfirgefa Liverpool. (Athletic)

Úlfarnir hafa áhuga á að fá markvörðinn Danny Ward (27) frá Leicester en hann hefur heillað með frammistöðu sinni fyrir Wales á EM alls staðar. (Football Insider)

Þýski varnarmaðurinn Antonio Rudiger (28) vill vera áfram hjá Chelsea á næsta tímabili. Félagið hefur enn ekki hafið viðræður við hann um framlengingu á samningi hans sem rennur út næsta sumar. (Sky Sports)

Bayern München hefur blandað sér í baráttuna við Everton, AC Milan og Inter um hollenska landsliðsbakvörðinn Denzel Dumfries (25) hjá PSV Eindhoven. (Voetbal International)

Franski miðjumaðurinn Boubakary Soumare (22) hjá Lille fer í læknisskoðun hjá Leicester á næstu tíu dögum og gerir fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið. (La Voix des Sports)

Liverpool hefur ekki í hyggju að selja gríska varnarmanninn Kostas Tsimikas (25) í sumar þrátt fyrir að hann hafi aðeins komið við sögu í sjö aðalliðsleikjum á tímabilinu. (Liverpool Echo)

Roma ræðir við Wolves um portúgalska markvörðinn Rui Patricio (33) en enska félagið vill fá 10-13 milljónir punda fyrir hann. (Sky Sports)

James Ward-Prowse (26), miðjumaður Southampton, hefur áhuga á að ganga í raðir Aston Villa í sumar. (Football Insider)

Scott Parker, stjóri Fulham, er nálægt því að rifta samningi sínum en búist er við því að hann taki við hjá Bournemouth. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner