Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 22. júní 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Toppslagur í Reykjanesbæ
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Ægir

Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í kvöld þar sem leikið er í báðum Lengjudeildum, 2. deild karla og 4. deild.


Í Lengjudeild karla mætast KV og Þróttur V. í botnslag. Heimamenn í KV eru með þrjú stig eftir sjö umferðir á meðan Vogamenn eru með eitt stig eftir fimm leiki.

Í kvenna getur HK skotið sér upp í 2. sætið með sigri á Grindavík sem hefur farið rólega af stað og er aðeins með sjö stig eftir sjö umferðir. HK er með fimmtán stig en er búið að tapa tveimur leikjum í röð.

Í 2. deildinni mætast Njarðvík og Ægir í toppslag. Bæði lið eru með 19 stig eftir sjö umferðir og er spútnik lið Ægismanna frá Þorlákshöfn aðeins búið að fá fjögur mörk á sig.

ÍR tekur þá á móti Haukum en liðin eru jöfn á stigum um miðja deild með ellefu stig og þurfa bæði sigur til að reyna að blanda sér í toppbaráttuna.

Að lokum eru átta leikir á dagskrá í 4. deild karla.

Lengjudeild karla
19:15 KV-Þróttur V. (KR-völlur)

Lengjudeild kvenna
19:15 HK-Grindavík (Kórinn)

2. deild karla
19:15 Njarðvík-Ægir (Rafholtsvöllurinn)
19:15 ÍR-Haukar (ÍR-völlur)

4. deild karla - C-riðill
20:00 Álftanes-Uppsveitir (OnePlus völlurinn)
20:00 Árborg-KB (JÁVERK-völlurinn)
20:00 Hafnir-KM (Nettóhöllin)

4. deild karla - D-riðill
19:15 Hamar-Álafoss (Grýluvöllur)
20:00 GG-KFR (Grindavíkurvöllur)
20:00 Ýmir-Smári (Kórinn - Gervigras)

Æfingalandsleikur U18 kvenna:
15:00 Finnland - Ísland (Lahti Stadium)

4. deild karla - E-riðill
19:00 Hamrarnir-Einherji (KA-völlur)
20:00 Máni-Boltaf. Norðfj. (Mánavöllur)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner