Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 22. júní 2022 23:08
Brynjar Ingi Erluson
Pogba fer í læknisskoðun hjá Juventus í byrjun júlí
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba mun gangast undir læknisskoðun hjá ítalska félaginu Juventus í byrjun júlí. Fréttastofa Sky Sports greinir frá.

Pogba, sem er 29 ára gamall, hefur komist að samkomulagi við Juventus um kaup og kjör og mun umboðsmaður hans ganga frá helstu smáatriðum á morgun.

Þegar samningurinn er klár verður Pogba bókaður í læknisskoðun en það er áætlað að hann fari í hana í byrjun júlí.

Frakkinn kemur til Juventus á frjálsri sölu frá Manchester United og það í annað sinn á ferlinum.

Hann eyddi bestu árum sínum hjá Juventus frá 2012 til 2016 áður en United keypti hann aftur til félagsins fyrir 89 milljónir punda.
Athugasemdir