Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   lau 22. júní 2024 20:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Hrannar: Í dag er ég þjálfari Leiknis
Lengjudeildin
Var í dag í fyrsta sinn á ferlinum aðalþjálfari í meistaraflokksleik.
Var í dag í fyrsta sinn á ferlinum aðalþjálfari í meistaraflokksleik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Garðar Gunnar var ekki á hliðarlínunni í dag.
Garðar Gunnar var ekki á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ólafur Hrannar Kristjánsson var fenginn inn í þjálfarateymi Leiknis fyrir leikinn gegn Grindavík um síðustu helgi. Þessi fyrrum fyrirliði Leiknis var þá titlaður sem aðstoðarþjálfari. Garðar Gunnar Ásgeirsson, Gæi, var á skýrslu skráður aðalþjálfari.

Í dag, þegar Leiknir sigraði Þór, þá var Gæi ekki á svæðinu og Óli Hrannar var aðalþjálfari. Hann ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Leiknir R.

Ert þú orðinn þjálfari Leiknis?

„Í dag er ég þjálfari Leiknis. Það er líka verið að skoða hvort til sé einstaklingur sem getur komið inn og hjálpað liðinu. Þá yrði ég honum til halds og trausts. Þangað til að það gerist þá sé ég um þetta."

Langar þig að vera aðalþjálfari Leiknis?

„Á einhverjum tímapunkti langar mig til þess. Það verður að koma í ljós á næstu vikum hvort tímapunkturinn sé réttur núna. Við erum að vinna þetta í sameiningu, þjálfarateymið og stjórnin."

Eftir að Vigfús Arnar segir upp, hvernig er ferlið?


„Þeir skönnuðu landið, ég er varamaður í stjórn líka svo ég var aðeins inni í því. Eftir viku heyrðu þeir í mér og við gengum frá því fyrir leikinn gegn Grindavík," sagði Óli Hrannar.

Hann er 34 ára gamall og lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2020 með KB. Hann er uppalinn Leiknismaður og lék í átta tímabil með liðinu og var fyrirliði þess í Pepsi deildinni árið 2015. Hann lék einnig með Þrótti Reykjavik og Þrótti Vogum á ferlinum. Leikurinn í dag var fyrsti leikur hans sem aðalþjálfari í meistaraflokki.
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Athugasemdir
banner