Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 22. júní 2024 19:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson er fyrrum leikmaður og fyrirliði Leiknis.
Ólafur Hrannar Kristjánsson er fyrrum leikmaður og fyrirliði Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það var bara geðveikt að sjá Shkelzen skora, tilfinningin rosalega góð'
'Það var bara geðveikt að sjá Shkelzen skora, tilfinningin rosalega góð'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var mjög, mjög, mjög sætur sigur. Það hefur verið frekar torsótt hjá okkur í sumar að sækja stig og við vorum svekktir eftir síðasta leik að hafa ekki allavega fengið (eitt) stig á móti Grindavík. Þessi sigur er virkilega kærkominn," sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson sem stýrði Leikni til sigurs gegn Þór í dag.

Fyrir leikinn var Leiknir í botnsætinu, og liðið er svo sem ennþá þar, en nú með jafnmörg stig og Þór og Þróttur.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Leiknir R.

Óli Hrannar var ánægður með mjög margt í leik Leiknis. „Vinnuframlagið var gjörsamlega til fyrirmyndar, sérstaklega eftir að við skorum annað markið. Strákarnir voru svo ákveðnir og ákafir í að taka þrjá punkta og sigla þessu heim. Það var geggjað að sja hvernig þeir börðust og lögðu sig fram fyrir hvorn annan og sóttu sigurinn."

Mörk Leiknis komu úr virkilega öflugum skyndisóknum. „Ég er mjög sáttur við hvernig strákarnir framkvæmdu skyndisóknirnar. Við fórum aðeins yfir það í hálfleik af því við vorum að klúðra tækifærum í skyndisóknum í fyrri hálfleik, vildum gera það betur. Það gekk fullkomlega upp í seinni hálfleik."

„Það var bara geðveikt að sjá Shkelzen skora, tilfinningin rosalega góð,"
sagði Óli Hrannar og skælbrosti.

Hann vildi fá vítaspyrnu þegar Shkelzen datt inn á vítateig Þórs í seinni hálfleik. Hann fór líka yfir ástæðuna fyrir því af hverju Omar Sowe byrjaði ekki síðasta leik, það var vegna meiðsla og var þjálfarinn ánægður með frammistöðu framherjans í dag.

Hélt hann að Leiknir væri að missa leikinn frá sér þegar Þór jafnaði leikinn?

„Nei, ekkert endilega. Við misstum svolítið tökin á leiknum eftir að við skorum, erum þá farnir að verja aðeins of mikið og hræddari við að halda í boltann sem hafði gefið okkur mjög góðar sóknir fram að því."

„Við vissum fyrir leikinn að þrjú stig yrðu risastór fyrir okkur til að komast upp í miðjumoðspakkann. Við eigum strembið prógram næstu vikuna; eigum Þrótt heima, svo komum við aftur norður eftir átta daga og spilum við Dalvík,"
sagði Óli Hrannar að lokum. Nánar var rætt við hann og má sjá viðtalið í heild í spilaranum efst.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir