Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   lau 22. júní 2024 19:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson er fyrrum leikmaður og fyrirliði Leiknis.
Ólafur Hrannar Kristjánsson er fyrrum leikmaður og fyrirliði Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það var bara geðveikt að sjá Shkelzen skora, tilfinningin rosalega góð'
'Það var bara geðveikt að sjá Shkelzen skora, tilfinningin rosalega góð'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var mjög, mjög, mjög sætur sigur. Það hefur verið frekar torsótt hjá okkur í sumar að sækja stig og við vorum svekktir eftir síðasta leik að hafa ekki allavega fengið (eitt) stig á móti Grindavík. Þessi sigur er virkilega kærkominn," sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson sem stýrði Leikni til sigurs gegn Þór í dag.

Fyrir leikinn var Leiknir í botnsætinu, og liðið er svo sem ennþá þar, en nú með jafnmörg stig og Þór og Þróttur.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Leiknir R.

Óli Hrannar var ánægður með mjög margt í leik Leiknis. „Vinnuframlagið var gjörsamlega til fyrirmyndar, sérstaklega eftir að við skorum annað markið. Strákarnir voru svo ákveðnir og ákafir í að taka þrjá punkta og sigla þessu heim. Það var geggjað að sja hvernig þeir börðust og lögðu sig fram fyrir hvorn annan og sóttu sigurinn."

Mörk Leiknis komu úr virkilega öflugum skyndisóknum. „Ég er mjög sáttur við hvernig strákarnir framkvæmdu skyndisóknirnar. Við fórum aðeins yfir það í hálfleik af því við vorum að klúðra tækifærum í skyndisóknum í fyrri hálfleik, vildum gera það betur. Það gekk fullkomlega upp í seinni hálfleik."

„Það var bara geðveikt að sjá Shkelzen skora, tilfinningin rosalega góð,"
sagði Óli Hrannar og skælbrosti.

Hann vildi fá vítaspyrnu þegar Shkelzen datt inn á vítateig Þórs í seinni hálfleik. Hann fór líka yfir ástæðuna fyrir því af hverju Omar Sowe byrjaði ekki síðasta leik, það var vegna meiðsla og var þjálfarinn ánægður með frammistöðu framherjans í dag.

Hélt hann að Leiknir væri að missa leikinn frá sér þegar Þór jafnaði leikinn?

„Nei, ekkert endilega. Við misstum svolítið tökin á leiknum eftir að við skorum, erum þá farnir að verja aðeins of mikið og hræddari við að halda í boltann sem hafði gefið okkur mjög góðar sóknir fram að því."

„Við vissum fyrir leikinn að þrjú stig yrðu risastór fyrir okkur til að komast upp í miðjumoðspakkann. Við eigum strembið prógram næstu vikuna; eigum Þrótt heima, svo komum við aftur norður eftir átta daga og spilum við Dalvík,"
sagði Óli Hrannar að lokum. Nánar var rætt við hann og má sjá viðtalið í heild í spilaranum efst.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner