Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 22. júlí 2019 22:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fimmta markalausa jafntefli Grindavíkur
Aðeins skorað átta mörk
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Grindavík gerði í kvöld 0-0 jafntefli við Breiðablik á Kópavogsvelli.

Lestu nánar um leikinn

Vladan Djogatovic stóð vaktina vel í marki Grindavíkur í kvöld og hélt hreinu í sjötta sinn í sumar.

Jafnteflið í kvöld þýðir að Grindavík hefur gert fjögur jafntefli í röð, þar af eru þrjú af þeim 0-0.

Þá hafði Grindavík tvisvar áður gert 0-0 jafntefli. Grindavík hefur fengið á sig tíu mörk í sumar sem er þremur minna en KR sem hefur fengið á sig næst fæst. Grindavík hefur á sama tíma einungis skorað átta mörk.

Efstir síðustu umferð veltu sérfræðingar Innkastsins fyrir sér hvort að Grindavík myndi slá jafntefla met Breiðabliks frá árinu 2014.

Met Breiðabliks eru tólf jafntefli. Grindavík er komið með átta jafntefli þegar níu umferðir eru eftir af deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner