Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. júlí 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Van Dijk: Kannski kominn tími á breytingar
Mynd: Getty Images
Þrettán ár eru liðin frá því að varnarmaður vann Gullknöttinn, Ballon d'Or, en árið 2006 hlaut ítalski varnarmaðurinn, Fabio Cannavaro, verðlaunin.

Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, segir að kannski sé kominn tími á það að varnarmaður vinni verðlaunin.

„Það er heiður að vera nefndur til sögunnar þegar fólk er að tala um það hver eigi að vinna Gullknöttinn næst. Ég ræð engu og get ekki haft áhrif á þetta," segir Van Dijk.

„Ég spilaði vel síðasta tímabil, ég get ekki neitað því. Nú hugsa ég um að æfa vel og vera klár þegar tímabilið hefst á nýjan leik. Vonandi get ég spilað enn betur í vetur."

Van Dijk segist skilja afhverju sóknarmenn séu yfirleitt kosnir.

„Yfirleitt sjáum við sóknarmenn eða framliggjandi miðjumenn vinna þessi verðlaun. Þeir skora mörkin og eru meira í umræðunni. Kannski er kominn tími á varnamann núna," segir Dijk að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner