Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. júlí 2021 17:00
Innkastið
Ekkert getað á tímabilinu en kom svo inn og breytti leiknum
Kwame Quee átti magnaða innkomu í Keflavík.
Kwame Quee átti magnaða innkomu í Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Ægir Pálsson í leiknum.
Adam Ægir Pálsson í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kwame Quee átti frábæra innkomu þegar Víkingur vann 2-1 endurkomusigur gegn Keflavík á útivelli í Pepsi Max-deildinni á fimmtudag. Mikilvægur sigur fyrir Víkinga í toppbaráttunni.

„Varamennirnir voru flottir og Kwame með sínar bestu mínútur, hann er svo skemmtilegur," segir Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu þegar rætt er um leikinn.

Kwame hefur lent í ýmsu brasi á tímabilinu.

„Í upphafi tímabils mátti hann ekki spila vegna pappírsvandamála, svo var það Covid og svo malaría. Við skulum ekki slá ryki í augu fólks, maðurinn hefur ekki getað neitt á tímabilinu. Hann hefur nánast verið dragbítur, ekki gefið boltann og byrjunarliðsleikirnir verið hreinasta hörmung," segir Tómas.

„Þetta allt saman hafði ekki áhrif á Kwame Quee. Hann kom inn af krafti og gaf meira að segja boltann! Alltaf þegar hann gaf hann þá voru menn dauðafríir því menn eru svo hræddir við hann í 'einn á einn' að það kemur alltaf hjálparvörn og aðrir losna."

Adam Ægir Pálsson kom einnig inn af bekknum og Ingólfur Sigurðsson hrósar honum.

FH sýnir Adam áhuga
„Mér fannst Kwame frábær og líka Adam. Mér fannst hann koma vel inn í þetta og það er ákveðin ógn af honum. Hann er léttleikandi, góður einn á einn og reynir að búa eitthvað til. Þetta voru klókar skiptingar hjá Arnari," segir Ingólfur.

FH hefur sýnt Adam áhuga en Ingólfur telur að réttast væri fyrir leikmenn að halda sig í Fossvogi.

„Vill hann ekki frekar festa sig almennilega í sessi í Víkinni? Ég held að hann sé á mjög góðum stað," segir Ingólfur.

Hægt er að hlusta á Innkastið í spilaranum hér að neðan eða í gegnum hlaðvarpsforrit.

Sjá einnig:
Mögnuð innkoma hjá Kwame - Malaría er ekkert djók
Innkastið - Raggi lokar hringnum og Stjörnuhrap í Breiðholti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner