Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag útilokar sölu á Xhaka: Búnir að missa of marga
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Svissneski miðjumaðurinn Granit Xhaka hefur verið orðaður við ýmis félög í sumarglugganum og núna síðast Sunderland, nýliða í ensku úrvalsdeildinni.

Xhaka er öflugur leikmaður sem var fyrirliði Arsenal um tíma áður en honum var hleypt til Bayer Leverkusen. Hjá Leverkusen átti hann lykilþátt í ótrúlegu tímabili 2023-24 þar sem liðið fór ósigrað í gegnum alla leiki í öllum keppnum allt þar til í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Leverkusen vann þýska bikarinn og deildina undir stjórn Xabi Alonso og var Xhaka í miklu leiðtogahlutverki hjá liðinu.

Erik ten Hag var ráðinn til Leverkusen í sumar og hefur hann útilokað sölu á Xhaka. Liðið er þegar búið að selja Jeremie Frimpong og Florian Wirtz í sumar en Jonathan Tah yfirgaf félagið á frjálsri sölu.

Malik Tillman, Jarell Quansah og Ibrahim Maza voru keyptir til að fylla í skörðin.

„Umboðsmaðurinn má segja það sem hann vill en við erum búnir að missa þrjá mikilvæga leikmenn í sumar og ætlum ekki að missa þann fjórða," sagði Ten Hag við fjölmiðla í æfingaferð Leverkusen um Brasilíu.

„Það er ekki mögulegt fyrir okkur að selja annan lykilmann, það færi gegn strúktúr og menningu félagsins. Granit er leiðtogi innan hópsins og hann á þrjú ár eftir af samningi. Hann er alltof mikilvægur til að við getum selt hann á þessum tímapunkti."

Simon Rolfes, yfirmaður fótboltamála hjá Leverkusen, tók undir orð þjálfarans.

   22.07.2025 10:55
Granit Xhaka vill fara til Sunderland

Athugasemdir
banner
banner