18. umferðin í Inkasso-deild karla hefst í kvöld þegar Haukar og Afturelding mætast í Hafnarfirðinum í botnbaráttuslag. Umferðin heldur síðan áfram annað kvöld og lýkur síðan á laugardaginn með tveimur leikjum.
Hilmar Árni Halldórsson leikmaður Stjörnunnar og fyrrum leikmaður Leiknis ætlar að spá í 18. umferðina en Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks spáði tveimur leikjum rétt í 17. umferðinni.
Hilmar Árni Halldórsson leikmaður Stjörnunnar og fyrrum leikmaður Leiknis ætlar að spá í 18. umferðina en Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks spáði tveimur leikjum rétt í 17. umferðinni.
Haukar 1 - 2 Afturelding (18:00 í kvöld)
Haukar sóttu gott stig fyrir norðan á meðan Afturelding varð að lúta í lægra haldi fyrir Magna í síðustu umferð. Ég hef trú á að Mosfellingar komi sterkir til baka og taki þennan leik.
Þróttur R. 1 - 3 Keflavík (18:00 annað kvöld)
Keflvíkingar fylgja eftir góðum sigri í síðustu umferð og vinna Þróttara í Laugardalnum. Rafael Victor skorar fyrir Þrótt.
Víkingur Ó. 0 - 1 Fjölnir (18:00 annað kvöld)
Fjölni hefur örlítið verið að fatast flugið að undanförnu en þeir eru með gott lið og ná að sækja góð þrjú stig á þennan erfiða útivöll. Albert Brynjar tryggir Fjölnismönnum sigurinn.
Grótta 2 - 0 Fram (19:15 annað kvöld)
Gaman að sjá stefnuna hjá Gróttu bera árangur, hugsa að þeir taki sigur í skemmtilegum fótboltaleik. Pétur Theódór með mörkin.
Njarðvík 0 - 0 Magni (16:00 á laugardag)
Jafntefli í mikilvægum leik, bæði lið svekkt.
Þór 0 - 1 Leiknir R. (16:00 á laugardag)
Hörkuleikur milli tveggja góðra liða. Hvorugt liðið tapað í þó nokkurn tíma en ég ætla að tippa á útisigur. Sólon Breki skorar fyrir Leiknismenn.
Sjá fyrri spámenn:
Úlfur Blandon (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Sindri Snær Magnússon (3 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (3 réttir)
Björgvin Stefánsson (3 réttir)
Gísli Eyjólfsson (2 réttir)
Starki á völlunum (2 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Hjálmar Örn Jóhannsson (2 réttir)
Aron Bjarnason (2 réttir)
Doddi litli (1 réttur)
Alex Þór Hauksson (1 réttur)
Gunnar Þorsteinsson (1 réttur)
Hörður Ingi Gunnarsson (1 réttur)
Davíð Örn Atlason (1 réttur)
Arnar Sveinn Geirsson (1 réttur)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir