Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 22. ágúst 2019 18:00
Magnús Már Einarsson
Troy Deeney frá keppni í nokkrar vikur
Troy Deeney, fyrirliði Watford, verður frá keppni á næstunni eftir að hafa farið í aðgerð á hné.

Hinn 31 árs gamli Deeney fór í aðgerð í dag en Watford segir að hann verði frá keppni í nokkrar vikur.

Deeney spilaði með Watford gegn Brighton og Everton í fyrstu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar.

„Við munum sakna Troy því að hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur en ég veit að hann mun styðja okkur í næstu leikjum," sagði Javi Gracia stjóri Watford.

Watford hefur tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en liðið mætir West Ham á laugardaginn.
Athugasemdir
banner