Stjarnan tók á móti KR í lokaleik 20. umferðar í Bestu deildinni í kvöld í leik þar sem bæði lið leituðust eftir að styrkja stöðu sína í baráttunni um 4. sætið.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 1 KR
„Frábær leikur. Mikil stemning og tvö sterk lið“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn sem Stjarnan sigraði 3-1.
„Mjög erfiður andstæðingur, vel þjálfað lið og frábær þjálfari. Rúnar hefur auðvitað gert frábæra hluti með KR liðið síðustu ár og er að gera mjög góða hluti núna líka. Við erum bara mjög glaðir með kvöldið“
Daníel Laxdal spilaði í kvöld sinn 500. leik fyrir Stjörnuna og aðspurður hversu mikilvægur hann er fyrir liðið segir Jökull:
„Hann er bara mjög mikilvægur fyrir hópinn, mikilvægur fyrir stuðningsmennin sem eru náttúrulega bara ótrúlegir leik eftir leik eftir leik. Það var ekki bara í kvöld þar sem að stuðningsmenn fóru ekki fyrr en leikmenn voru farnir, það var líka síðast en Danni er ótrúlegur.“
VIðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Daníel Laxdal lék sinn 500. leik - „Minnir mig á að ég sé að verða gamall“
























