Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 22. september 2016 12:30
Magnús Már Einarsson
Klopp: Þurfum að vera reiðir gegn Hull
Klopp vill sjá reiði á laugardaginn.
Klopp vill sjá reiði á laugardaginn.
Mynd: telegraph
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vill sjá sína menn vera reiða gegn Hull um helgina og sýna að þeir geti unnið andstæðinga í neðri hluta töflunnar.

Liverpool hefur unnið Arsenal og Chelsea á útivelli á þessu tímabili en liðið tapaði hins vegar gegn nýliðum Burnley.

„Já, við þurfum að vera reiðir gegn Hull. Þeir vilja stigin okkar. Við þurfum að hugsa um það af hverju fólk telur að við séum í vandræðum þegar lið leggja rútunni á móti okkur," sagði Klopp.

„Ég vil sjá alla fara með réttar væntingar inn í þessa leiki. Af hverju ætti þetta að vera auðveldara en aðrir leikir? Af hverju ætti lið, sem fólk telur að sé veikara en við, ekki að eiga möguleika á að vinna?"

„Hull eru tilbúnir í ensku úrvalsdeildina. Þeir hafa mjög reyndan þjálfara og hóp með frábært hugarfar."

Athugasemdir
banner
banner
banner