Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. september 2019 16:49
Brynjar Ingi Erluson
Glódís Perla í sigurliði - Anna Rakel og Sandra töpuðu
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Rosengård nálgast titilinn
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Rosengård nálgast titilinn
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni unnu Örebro 3-1 og færast skrefi nær titlinum.

Glódís Perla var fyrirliði og lék allan leikinn er Rosengård vann góðan 3-1 sigur. Hún hefur verið mikilvægur hlekkur í liðinu en liðið er nú með 41 stig, eða 7 stiga forystu á Vittsjö sem á leik inni.

Rosengård hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu.

Anna Rakel Pétursdóttir spilaði þá allan leikinn fyrir Linköping sem tapaði fyrir Piteå, 1-0. Linköping er í 7. sæti með 26 stig.

Sandra á bekknum í tapi Leverkusen

Sandra María Jessen, sem hefur farið mikinn í liði Leverkusen síðustu vikur, byrjaði á bekknum í 3-1 tapi gegn Frankfurt. Sandra kom inná sem varamaður á 60. mínútu en hún var á dögunum valin í íslenska A-landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner