sun 22. september 2019 19:33
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Hvað get ég sagt?
Jürgen Klopp knúsar Sadio Mane eftir sigurinn í dag
Jürgen Klopp knúsar Sadio Mane eftir sigurinn í dag
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp var ánægður með lærisveina sína í Liverpool eftir 2-1 sigurinn á Chelsea í dag.

Trent Alexander-Arnold og Roberto Firmino skoruðu mörk Liverpool á meðan N'Golo Kante gerði mark Chelsea en þetta var sjötti sigur Liverpool á tímabilinu.

„Þetta var góður leikur milli tveggja góðra liða. Við náðum að nýta okkur föstu leikatriðin á hættulegum stöðum. Í seinni hálfleik fengum við alla vegat vö færi til að komast í 3-0 og hefði það verið yfirlýsing í deildinni en N'Golo Kante fær að hlaupa þarna sparka boltanum í netið með stóru tánni," sagði Klopp

„Það er mjög eðlilegt að maður lendi undir pressu í svona leik en við vörðumst vel. Það voru nokkrar góðar markvörslur frá báðum markvörðum. Þetta er bara svona milli sex efstu í ensku úrvalsdeildinni."

„Við erum búnir að vinna mikið í föstu leikatriðunum og ég elska að sjá allt það sem við gerum á æfingasvæðinu í leikjum. Þetta var frábær barátta frá öllum leikmönnunum."

Sadio Mane fékk högg í síðari hálfleik og fór af velli á 71. mínútu en Klopp vildi ekki taka áhættu og ákvað að setja James Milner inná í hans stað.

„Mane fékk slæmt högg. Hann er í lagi en við urðum að gera þessa skiptingu. Við erum aldrei að fara að vinna Chelsea án þess að skila alvöru frammistöðu og við gerðum það í dag."

Liverpool hefur unnið alla sex leiki sína á tímabilinu og fimmtánda deildarleikinn í röð en Klopp segir að liðið verði að halda áfram á sömu braut.

„Þetta er magnað. Hvað get ég sagt? Við verðum að halda þessu áfram. Þetta hefur aldrei litið jafn auðveldlega út og það sem gerðist hjá Manchester City í gær en við höfum ekki fengið þessa leiki ennþá. Við verðum að vinna fyrir þessu," sagði Klopp í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner