Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   mið 22. september 2021 21:02
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Theo Hernandez afgreiddi Feneyinga
Mynd: EPA
Mynd: EPA
AC Milan tók á móti Venezia í ítalska boltanum í kvöld á meðan Cagliari fékk nýliða Empoli í heimsókn.

Viðureign Milan og Venezia var nokkuð jöfn en gæðamunur liðanna skein í gegn á köflum og skóp sigurinn þar sem Theo Hernandez skoraði og lagði upp. Zlatan Ibrahimovic og Olivier Giroud eru fjarri góðu gamni en það sakaði ekki í kvöld.

Brahim Diaz gerði fyrsta markið eftir sendingu frá Hernandez og skoraði bakvörðurinn svo sjálfur á lokakaflanum eftir bolta frá Alexis Saelemaekers.

Bjarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður en Arnór Sigurðsson er fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Þetta eru mikilvæg stig fyrir Milan sem deilir toppsætinu með Inter, liðin eru jöfn með þrettán stig eftir fimm umferðir. Venezia er aðeins með þrjú stig.

AC Milan 2 - 0 Venezia
1-0 Brahim Diaz ('68)
2-0 Theo Hernandez ('82)

Viðureign Cagliari og Empoli var skemmtileg þar sem nýliðarnir leiddu 0-1 eftir nokkuð bragðdaufan fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var enda á milli þar sem liðin skiptust á að eiga hættulegar sóknir en það var Leo Stulac sem kom knettinum í netið fyrir Empoli og staðan orðin 0-2 á 69. mínútu.

Heimamönnum tókst ekki að minnka muninn og urðu lokatölur því 0-2.

Þetta var annar sigur Empoli á tímabilinu en Cagliari situr eftir í næstneðsta sæti með tvö stig.

Cagliari 0 - 2 Empoli
0-1 Federico Di Francesco ('29)
0-2 Leo Stulac ('69)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner