Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   fös 22. september 2023 13:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís og Gunnhildur heiðraðar fyrir leikinn í kvöld
Glódís og Gunnhildur.
Glódís og Gunnhildur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verða í kvöld heiðraðar á Laugardalsvelli.

Þær munu taka á móti viðurkenningu fyrir landsleik Íslands og Wales eftir að hafa báðar náð því mikla afreki að spila 100 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Einnig mun KSÍ þakka Gunnhildi Yrsu fyrir hennar framlag til íslenska landsliðsins, en hún lagði landsliðsskóna á hilluna í sumar. Glódís er fyrirliði landsliðsins í dag.

Þær eru báðar goðsagnir með íslenska landsliðinu og hafa hjálpað liðinu að komast á mörg stórmót.

Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 18:00 og er um að gera að skella sér á völlinn og heiðra þessa frábæru fótboltakonur sem hafa gefið mikið af sér til þjóðarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner