Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   þri 22. október 2019 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Mér líður ekki frábærlega
Mauricio Pochettino og lærisveinar hans í Tottenham hafa legið undir mikilli gagnrýni fyrir slaka frammistöðu á upphafi tímabils.

Þeir svöruðu fyrir sig með 5-0 sigri gegn Rauðu stjörnunni í dag en Pochettino var ekkert sérlega kátur að leikslokum.

„Mér líður ekki frábærlega þrátt fyrir stórsigur. Það er gott að fá sjálfstraust úr þessum leik, samheldnin í hópnum er mikilvæg á svona tímum," sagði Pochettino.

„Við byrjuðum undirbúningstímabilið seint og þess vegna erum við á eftir öðrum liðum. Það er erfitt að fá hópinn til að vinna rétt saman þegar tímabilið er byrjað, við fengum ekki nógu langt undirbúningstímabil.

„Það mikilvægasta er að styðja við hvorn annan og missa aldrei trúna. Við þurfum að halda okkur rólegum, þetta mun allt lagast."


Enskir fjölmiðlar telja starf Pochettino vera í hættu vegna slæms gengis. Tottenham hefur aðeins unnið 29% af leikjum sínum síðan 23. febrúar.

Tottenham er eð 12 stig eftir 9 umferðir í ensku úrvalsdeildinni. Þá er liðið komið upp í annað sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, með fjögur stig eftir þrjár umferðir.
Athugasemdir
banner