Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
   þri 22. október 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Tammy Abraham fær ríflega launahækkun
Tammy Abraham er sagður nálægt því að gera nýjan samning við Chelsea, samning sem færir honum 100 þúsund pund í vikulaun.

Abraham hefur verið funheitur upp við mark andstæðingana.

Þessi 22 ára sóknarmaður er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni ásamt Sergio Aguero, sóknarmanni Manchester City.

Frammistaða hans undir stjórn Frank Lampard hefur gert það að verkum að hann var valinn í enska landsliðið.

Abraham skoraði 26 mörk fyrir Aston Villa í Championship-deildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner