Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. október 2020 19:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Stefán Teitur lék sinn fyrsta deildarleik- Patrik aftur í markið
Patrik Sigurður
Patrik Sigurður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Silkeborg 1 - 2 Viborg

Í dag fór fram Íslendingaslagur í dönsku B-deildinni þegar Silkeborg tók á móti Viborg.

Miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson gekk í raðir Silkeborg skömmu fyrir gluggalok og í haust gekk markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson í raðir Viborg að láni frá Brentford. Stefán sem kom frá ÍA kom í fyrsta skipti við sögu hjá Silkeborg í deildarleik í dag og lék síðustu sjö mínúturnar í leiknum sem Viborg vann. Stefán hafði áður komið við sögu í bikarnum.

Patrik var kominn aftur í markið hjá Viborg eftir að hafa verið í sóttkví um síðustu helgi. Patrik var að byrja sinn fjórða leik með félaginu. Bæði Stefán og Patrik eru hluti af U21 landsliði Íslands.

Viborg er efst með fjögurra stiga forskot á næsta lið eftir átta leiki. Liðið hefur tuttugu stig og Silkeborg er í 3.-5. sæti með fimmtán stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner