Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
banner
   fim 22. október 2020 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Thomas Partey átti eina bestu frumraun sem ég hef séð"
Thomas Partey heillaði þegar Arsenal vann 1-2 endurkomusigur á Rapid Wien í Evrópudeildinni.

Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan gekk svo langt að segja að arftaki Patrick Vieira væri loksins fundinn.

Partey fékk hæstu einkunn af leikmönnum Arsenal fyrir frammistöðu sína í kvöld. Hann fékk átta í einkunn af tíu mögulegum.

Owen Hargreaves, fyrrum leikmaður Manchester United og Bayern Munchen, var sérfræðingur í setti hjá BT Sport í kvöld. Hann var einnig mjög hrifinn.

„Thomas Partey átti eina bestu frumraun sem ég hef séð, í fullri hreinskilni," sagði Hargreaves.

„Allir horfa til hans og hann var með sendingar upp á tíu. Hann stýrði leiknum allan leikinn og þú getur séð að hann hefur verið í Meistaradeildinni því þetta er of auðvelt fyrir hann."
Athugasemdir
banner