Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. október 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sif: Fékk það í gjöf frá pabba
Icelandair
Á landsliðsæfingu í gær
Á landsliðsæfingu í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli heitinn Eðvaldsson
Atli heitinn Eðvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alltaf stutt í gamanið í upphitun.
Alltaf stutt í gamanið í upphitun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir sat fyrir svörum í Teams-viðtali á miðvikudag. Sif sneri aftur í íslenska landsliðshópinn í síðasta verkefni eftir tveggja ára fjarveru.

Sif er 36 ára reynslumikill varnarmaður og var hún spurð út í sitt hlutverk í landsliðinu í dag. Hvernig upplifir þú þitt hlutverk í landsliðinu í þessari endurkomu miðað við þegar þú varst í liðinu síðast?

„Geggjuð spurning, mér hent í djúpu laugina," sagði Sif á léttu nótunum. „Ég er að koma inn sem reynslumikill leikmaður, geri mitt til að hjálpa liðinu og svo lengi sem ég er að standa mig vel úti þá er ég með. Ég er hérna til þess að berjast um sæti í liðinu en fyrst og fremst er ég hér til að hjálpa liðinu og hópnum að ná okkar markmiðum."

Fá að njóta meira af TikTok
Finnst þér mikill munur á þessum hóp sem þú ert í núna miðað við þann hóp sem þú varst hluti af fyrir nokkrum árum?

„Stemningin er eiginlega bara eins. Það eru kannski færri í hópnum sem ég hef spilað með eða spilað á móti. Þetta er geggjaður hópur, yngri stelpurnar koma með ákveðið líf inn og við eldri fáum að njóta kannski meira af TikTok þessa dagana heldur en ég gerði fyrir tveimur árum. Ég held að við höfum búið til alveg frábæran kúltur í landsliðinu. Það skiptir einhvern veginn ekki máli hverjir eru á hópnum á hverjum tímapunkti því það er góð stemning og jákvætt andrúmsloft. Við erum allar að róa í sömu átt og það hafa verið gildin okkar í kvennalandsliðinu síðastliðin ár."

Samkeppni holl fyrir alla
Hvernig upplifiru samkeppnina um sæti í liðinu? Glódís og Ingibjörg spilað síðustu leiki og svo er Guðný að spila út úr stöðu.

„Ég held að samkeppni sé holl fyrir alla og landslið er sérstakt að því leyti að það eru litlar hræringar sem er bara eðlilegt þegar langt er á milli leikja. Að vera varnarmaður sem er kannski ekki að byrja, við gerum okkur alveg grein fyrir okkar stöðu en ég geri allt til þess að hjálpa stelpunum og alveg sama hver spilar þá mun ég standa þétt við bakið á þeim ef þeim vantar einhverja aðstoð eða stíga inn ef minna krafta er óskað. Ég held að það sé fullkomlega eðlilegt að það sé samkeppni, það skiptir ekki máli hver spilar því það er alltaf sama hugarfarið sem drífur liðið áfram."

Fékk það í gjöf frá pabba
Verandi reynslumikil, ertu í einhverju hlutverki í landsliðinu í tengslum við að aðstoða yngri leikmenn í hópnum?

„Ég held að ég hafi í gegnum árin verið þannig leikmaður að ég reyni að vera til staðar fyrir aðra leikmenn. Ég reyni að passa upp á að öllum líði vel og tek svolítið heimilislega stemningu á þetta. Þetta er ekkert öðruvísi hlutverk en ég hef verið í áður, hvort sem ég var í byrjunarliðinu eða ekki."

„Ég er alltaf sami leikmaður og ég fékk það í gjöf frá pabba að mér var kennt að hugsa um yngri leikmenn af því það skiptir máli, það eru þeir sem munu halda áfram vegferðinni sem við erum búin að byggja. Ég held að það hefur ekkert breyst og ég er ógeðslega stolt af því að hjálpa þessum stelpum ef þær þurfa. Ég mun alltaf standa við bakið á þeim, alveg sama hvað,"
sagði Sif að lokum.

Sjá einnig:
„Það sem er stórkostlegt við kvennaknattspyrnuna núna"
Athugasemdir
banner
banner
banner