Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. nóvember 2021 11:09
Fótbolti.net
„Hefur verið annað eins hrun á einum manni?"
Harry Maguire
Harry Maguire
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær var látinn fara sem stjóri Manchester United í gær. Í kjölfarið settust þeir Sæbjörn Steinke og Egill Sigfússon niður og ræddu tíðindin. Aksentije Milisic var á línunni í þættinum og voru einstaka leikmenn United einnig til umræðu.

Rætt var um Harry Maguire sem hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu og alls ekki náð þeim hæðum sem hann hafði áður náð í rauðu treyjunni. Fyrirliðinn fékk rautt spjald á laugardag og verður í leikbanni í næsta deildarleik.

„Ein versta ákvörðun Solskjær var sú ákvörðun að byrja með Maguire inn á eftir að hann hafði æft einu sinni eftir meiðsli. Hann kom inn þegar flestir bjuggust við því að Eric Bailly myndi spila. Þetta voru vond skilaboð í hópinn," sagði Sæbjörn.

„Það væri hægt að gera sér þátt um Maguire," sagði Egill. „Maguire gaf mörk trekk í trekk frá þessum leik," sagði Aksentije.

Umræddur leikur var gegn Leicester fyrir rúmum mánuði síðan. Maguire hafði glímt við meiðsli og var ekki búist við því að hann yrði klár í leikinn.

„Hefur verið annað eins hrun á einum manni eins og á honum eftir að hann kom úr meiðslum? Í gær fær hann rautt spjald fyrir að brjóta á sennilega lélegasta miðjumanni sem við [Manchester United] höfum haft síðustu ár - og við höfum verið með marga lélega. Hann missir boltann og tæklar Tom Cleverley, eins og hann sé að reyna þetta. Svo hendir hann fyrirliðabandinu frá sér," sagði Egill.

„Ég hef oft gagnrýnt Maguire, eins og í fyrra, en þá var hann góður. Það koma augnablik þar sem hann fer svo í taugarnar á mér. Núna, eftir EM og sérstaklega eftir meiðslin þá hefur þetta verið „next level". Ég skil ekki að hann var nýkominn til liðsins og fékk strax fyrirliðabandi. Af hverju?" velti Aksentije fyrir sér og hélt áfram.

„Ég hef ekki séð nein merki um að þetta sé efni í fyrirliða. Þú ert með Bruno og Ronaldo inn á vellinum. Þegar hann mætti í viðtal eftir Liverpool og segir að hann sé bara í viðtali af því hann þurfi að vera þar. Hann er ekki að tala við gæjann fyrir framan sig, hann er að tala við stuðningsmenn," sagði Aksentije.

Hægt er að hlusta á umræðuna hér að neðan.
Enski extra - Ole ekki lengur við stýrið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner