mán 22. nóvember 2021 14:09
Elvar Geir Magnússon
Lopetegui: Fáránlegt að spyrja mig út í Man Utd
Julen Lopetegui.
Julen Lopetegui.
Mynd: Getty Images
Julen Lopetegui, stjóri Sevilla, er meðal þeirra sem hafa verið nefndir varðandi stjórastöðuna hjá Manchester United og einhverjir fjölmiðlar talað um að nafn hans sé á blaði á Old Trafford.

Manchester Evening News segir að ofurumboðsmaðurinn Jorge Mendes, sem er meðal annars með Cristiano Ronaldo á sínum snærum, hafi unnið að því að koma nafni Lopetegui í umræðuna.

Lopetegui, sem stýrði Real Madrid í skamman tíma og var landsliðsþjálfari Spánar, gerði Sevilla að Evrópudeildarmeistara 2020.

Á fréttamannafundi í dag, fyrir mikilvægan leik gegn Wolfsburg í Meistaradeildinni, vildi Lopetegui ekki ræða neitt um Manchester United vangaveltur.

„Gerið það fyrir mig, spyrjið bara út í möguleikana á sigri gegn Wolfsburg. Með fullri virðingu þá er allt annað fáránlegt," segir
Lopetegui.

Lopetegui nýtur mikillar virðingar og hefur sýnt að lið hans eru skipulögð og erfið viðureignar. Það hafa hinsvegar verið efasemdarraddir um að hann geti stigið skrefið upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner