Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 23. janúar 2020 10:25
Magnús Már Einarsson
Solskjær sagður hafa stuðning hjá stjórn Man Utd
Mynd: Getty Images
Sky Sports segir að Ole Gunnar Solskjær sé ennþá með stuðning hjá stjórn Manchester United og engar áætlanir séu um að reka hann þrátt fyrir að félagið hafi ekki verið með eins fá stig eftir 24 umferðir undanfarin 30 ár.

Eftir 2-0 tap gegn toppliði Liverpool um helgina þá tapaði United með sömu markatölu gegn Burnley á heimavelli í gær.

Á síðasta tímabili var Manchester United með ellefu stigum meira eftir 24 umferðir heldur en liðið er núna.

Síðan Solskjær var ráðinn stjóri Manchester United til frambúðar í mars í fyrra hefur liðið unnið 19 leiki, gert 11 jafntefli og tapað 15 í öllum keppnum.

Solskjær sagði eftir leikinn í gær að United sé í leit að liðsstyrk en samkvæmt frétt Sky er starf hans ekki í hættu í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner