Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 23. janúar 2020 10:20
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Við þurfum að bæta við leikmönnum
Mynd: Getty Images
„Ég ber ábyrgð á því sem gerist inni á vellinum. Við erum að leita að liðsstyrk og við þurfum að styrkja okkur. Við vitum það," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir 2-0 tap gegn Burnley á heimavelli í gær.

Félagaskiptaglugginn lokar eftir rúma viku en Manchester United hefur meðal annars verið á höttunum á eftir Bruno Fernandes miðjumanni Sporting Lisabon og Jude Bellingham, 16 ára miðjumanni Birmingham.

Solskjær segir nauðsynlegt fyrir United að fá liðsstyrk.

„Við tókum ákvörðun um að láta ákveðna leikmenn fara því við þurftum að byrja upp á nýtt með skýra sýn fyrir framan okkur. Við vitum að við þurfum að fá gæði og fleiri leikmenn."

„Við erum að vinna í að bæta okkur og fá nýja menn. Vonandi náum við að ganga frá einhverju. Það er búið að reyna á leikmenn okkar og ég kvarta ekkert yfir þeim, þeir hafa gefið allt sem þeir geta."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner