Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 23. janúar 2021 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrstu æfingar U19 undir stjórn Ólafs Inga í næstu viku
Ólafur Ingi Skúlason tók nýverið við þjálfun U19 landsliðsins.
Ólafur Ingi Skúlason tók nýverið við þjálfun U19 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Hrafn er í hópnum.
Logi Hrafn er í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason, fyrrum landsliðsmaður, tók nýverið við þjálfun U19 landsliðs karla og U15 landsliðs kvenna.

Hann hættir störfum hjá Fylki til að taka við þessu starfi hjá KSÍ en hann var aðstoðarþjálfari karlaliðs Árbæjarfélagsins.

Ólafur Ingi, sem er með KSÍ A þjálfaragráðu, lék á sínum tíma 36 A landsleiki og skoraði í þeim eitt mark. Hann var í hóp liðsins á HM 2018 í Rússlandi.

Hann er strax byrjaður í nýja starfinu og er hann búinn að velja sinn fyrsta æfingahóp í U19 landsliðinu fyrir æfingar sem fara fram í Skessunni í Hafnarfirði í næstu viku.

Hann valdi 25 leikmenn úr 14 félögum en flestir leikmenn koma úr FH, Fylki og ÍA. Allir leikmennirnir spila í íslenskum félögum.

Leikmennirnir eru:

Arnar Númi Gíslason - Breiðablik
Arnar Pálmi Kristjánsson - Völsungur
Arnór Gauti Jónsson - Fylkir
Axel Máni Guðbjörnsson - Fylkir
Árni Marinó Einarsson - ÍA
Baldur Hannes Stefánsson - Þróttur R.
Baldur Logi Guðlaugsson - FH
Bjartur Bjarmi Barkarson - Víkingur Ólafsvík
Bragi Karl Bjarkason - ÍR
Davíð Snær Jóhannsson - Keflavík
Elmar Þór Jónsson - Þór
Eyþór Aron Wöhler - ÍA
Guðmundur Tyrfingsson - ÍA
Helgi Bergmann Hermannsson - Keflavík
Jón Gísli Eyland Gíslason - ÍA
Kristall Máni Ingason - Víkingur R.
Logi Hrafn Róbertsson - FH
Orri Hrafn Kjartansson - Fylkir
Ólafur Guðmundsson - Breiðablik
Ólafur Kristófer Helgason - Fylkir
Óskar Atli Magnússon - FH
Tómas Bent Magnússon - ÍBV
Valdimar Daði Sævarsson - KR
Vilhelm Þráinn Sigurjónsson - FH
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson - Fjölnir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner