Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 23. janúar 2021 05:55
Victor Pálsson
Spánn í dag - Real þarf þrjú stig
Mynd: Getty Images
Real Madrid þarf að svara fyrir sig á Spáni í kvöld þegar liðið spilar við Alaves á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni.

Real hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum í bikarkeppnum og var síðasti leikur hrein hörmung fyrir félagið.

Zinedine Zidane og hans menn töpuðu þar 2-1 gegn Alcoyano í spænska Konungsbikarnum en það er lið í þriðju efstu deild.

Alaves er einu stigi frá fallsæti fyrir viðureignina en Real getur minnkað forskot Atletico Madrid niður í fjögur stig með sigri.

Þrír aðrir leikir eru í boði og þar á meðal viðureign Real Sociedad og Real Betis sem hefst 17:00.

Spænska úrvalsdeildin:
13:00 Huesca - Villarreal
15:15 Sevilla - Cadiz
17:30 Real Sociedad - Real Betis
20:00 Alaves - Real Madrid
Athugasemdir
banner
banner
banner