Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   sun 23. janúar 2022 13:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í enska: Uxinn snýr aftur - Jóhann Berg búinn að jafna sig
Mynd: EPA
Byrjunarliðin í þeim þremur leikjum sem hefjast núna kl 14 eru komin í hús.

Crystal Palace fær Liverpool í heimsókn. Vicente Guita kemur aftur í markið hjá Palace þrátt fyrir góða frammistöðu hjá Jack Butland í 1-1 jafntefli gegn Brighton. Þá byrjar Jean-Philippe Mateta á kostnað Eberechi Eze.

Hjá Liverpool er Alex Oxlade-Chamberlain mættur aftur en hann var að kljást við smávægileg meiðsli og gat ekki tekið þátt í seinni undanúrslitaleik deildabikarsins gegn Arsenal á dögunum. Alisson er kominn aftur á sinn stað í markið.

Crystal Palace: Guaita, Ward, Andersen, Guehi, Mitchell, Gallagher, Hughes, Schlupp, Olise, Édouard, Mateta

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Henderson, Fabinho, Jones, Oxlade-Chamberlain, Firmino, Jota




Arsenal fær Burnley í heimsókn en Arteta stjóri Arsenal gerir eina breytingu frá tapinu gegn Liverpool í vikunni. Rob Holding kemur inn í stað Tomiyasu.

Jóhann Berg Guðmundsson er búinn að jafna sig af Covid veirunni og er á varamannabekk Burnley í dag. Erik Pieters og Stephens eru einnig að koma til baka eftir veikindi. Pieters byrjar en Stephens er á bekknum.

Arsenal: Ramsdale, Tierney, White, Gabriel, Holding, Saka, Odegaard, Smith Rowe, Lokonga, Lacazette, Martinelli

Burnley: Pope, Pieters, Tarkowski, Mee, Roberts, McNeil, Brownhill, Westwood, Lennon, Rodriguez, Vydra




James Justin er í fyrsta sinn í byrjunarliði Leicester í tæpt ár en hann sleit krossband í leik gegn Brighton í FA Bikarnum í fyrra. Þá byrjar Daniel Amartey en hann er kominn til baka af AFCON eftir að Gana féll úr leik.

Leicester mætir Brighton í dag en Lewis Dunk er að jafna sig af meiðslum og er á bekknum hjá Brighton í dag. Leandro Trossard og Neal Maupay snúa aftur í byrjunarliðið.

Leicester: Schmeichel, Justin, Soyuncu, Amartey, Thomas, Tielemans, Dewsbury-Hall, Maddison, Barnes, Daka, Lookman

Brighton: Sanchez, Veltman, Webster, Burn, Cucurella, Alzate, Moder, Gross, Mac Allister, Trossard, Maupay
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir