þri 23. febrúar 2021 09:40
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Hjörtur Hermanns: Kannski tími til að prófa eitthvað nýtt
Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson hefur verið inn og út úr liði Bröndby á þessu tímabili en samningur þessa 26 ára varnarmanns við danska félagið rennur út eftir tímabilið.

„Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki segja að ég hefði verið til í að vera búinn að spila mun meira en ég hef gert á tímabilinu, sérstaklega fyrir jól. Hvort það spili eitthvað inn í að ég sé að verða samningslaus skal látið ósagt," segir Hjörtur í viðtali við Bjarna Helgason í Morgunblaðinu.

Hjörtur hefur verið í byrjunarliði Bröndby í allra síðustu leikjum.

„Núna er ég fyrst og fremst að hugsa um að standa mig eins vel og mögulegt er fyrir félagið og við tökum svo bara stöðuna að tímabili loknu. Ég er búinn að vera hérna í fimm ár og kannski er kominn tími til þess að reyna fyrir sér annars staðar og prófa eitthvað nýtt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner