Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 23. febrúar 2024 22:50
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeild kvenna: Spánn og Frakkland í úrslit
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Undanúrslitin í Þjóðadeild kvenna fóru fram í kvöld þar sem heimsmeistarar Spánverja tryggðu sér þátttökurétt í úrslitaleiknum ásamt Frakklandi.

Spánn tók á móti Hollandi og vann þægilegan 3-0 sigur eftir að hafa sýnt yfirburði á vellinum.

Jennifer Hermoso, Aitana Bonmati og Ona Batlle skoruðu mörk Spánverja.

Þær spænsku mæta Frakklandi í úrslitaleiknum eftir að þær frönsku lögðu Þýskaland að velli.

Þýskaland vann íslenska riðilinn til að koma sér í undanúrslitin en réði ekki við Frakkland í kvöld.

Leikurinn var þokkalega jafn en Kadidiatou Diani og Sakina Karchaoui náðu að koma Frökkum í tveggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks.

Þær þýsku voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik en tókst ekki að minnka muninn fyrr en á lokakaflanum, þegar Giulia Gwinn skoraði úr vítaspyrnu. Það dugði þó ekki til.

Þýskaland og Holland mætast því í bronsleiknum á meðan Spánn og Frakkland spila úrslitaleikinn.

Spánn 3 - 0 Holland
1-0 Jennifer Hermoso ('41)
2-0 Aitana Bonmati ('45)
3-0 Ona Batlle ('77)

Frakkland 2 - 1 Þýskaland
1-0 Kadidiatou Diani ('41)
2-0 Sakina Karchaoui ('45+4, víti)
2-1 Giulia Gwinn ('82, víti)
Athugasemdir
banner
banner